Loading…

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lenda á Akureyri

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lenda á Akureyri

12. janúar 2018

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break.

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta markar tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu. 

Bresku ferðamennirnir voru ánægðir þegar þeir lentu, en mikil ásókn hefur verið í þessar ferðir Super Break og hafa yfir 95 prósent flugsæta þegar verið seld, sem telst mjög góður árangur.

„Sprettur af mikilli framsýni“

Blásið var til fagnaðar á Akureyrarflugvelli af þessu tilefni þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hélt erindi og hafði m.a. á orði að þessar flugferðir yrðu mikil lyftistöng fyrir fyrirtæki á svæðinu og að samfélagið í heild nyti góðs af þeim. „Uppskeran sem við verðum hér vitni að er alls ekki sjálfgefin. Hún sprettur af mikilli framsýni aðila hérna fyrir norðan, sem hafa haft skýra sýn og óbilandi trú á möguleikum á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll á hvaða árstíma sem er,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Tekið úr frétt Markaðsstofu Norðurlands

Deila