Loading…
14. febrúar 2017

Fundur Íslandsstofu og norrænna systurstofnana

Fundur Íslandsstofu og norrænna systurstofnana
Hefð hefur skapast fyrir því að forráðamenn Íslandsstofu og norrænna systurstofnana komi saman og beri saman bækur sínar tvisvar á ári. Íslandsstofa var gestgjafi slíks fundar á dögunum.

Fundur hins norræna NTPO (Nordic Trade Promotion Organisations) fór fram á Íslandi á dögunum. Um er að ræða Íslandsstofu og systurstofnanir á Norðurlöndunum.

Fundinn sóttu fulltrúar Finpro, Innovasjon Norge, BusinessSweden og danska útflutningsráðsins auk Íslandsstofu. Auk þess að ræða sameiginleg málefni, áherslur og samstarfsfleti fengu viðstaddir einnig kynningu á sérverkefnum Nordisk Innovation, m.a. á sviði SmartCities og heilbrigðislausna. Fundargestir fengu einnig kynningu á Inspired by Iceland átakinu auk þess sem farið var yfir samnorrænt verkefni norrænu ráðherranefndarinnar um aukinn sýnileika Norðurlandanna í heild á alþjóðavettvangi.

Þótti fundurinn takast afar vel en systurstofnanirnar hittast næst í Svíþjóð í september.


Meðfylgjandi mynd var tekin af fundargestum á svölum Íslandsstofu. F.v.: Per Niederback (Innovasjon Norge), Jón Ásbergsson (Íslandsstofu), Ylva Wide (NI), Johan Snellman (Business Sweden), Jon Thorgaard (DTC), Markus Suomi (Finpro), Risto Vuohelainen (Finpro), Mona Skaret (Innovasjon Norge), Hans Fridberg (IN), Arvid Løken (IN) og Andri Marteinsson (Íslandsstofu)
 

Deila