Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. júní 2015

Fulltrúar Íslands í Norðurlandakeppni í matreiðslu

Fulltrúar Íslands í Norðurlandakeppni í matreiðslu
Klúbbur matreiðslumeistara sendi sex keppendur til leiks í Norðurlandakeppni kokka og alþjóðlegar fagkeppnir (Global Chefs), sem standa yfir þessa dagana í Álaborg í Danmörku
Keppendur og dómarar. F.v. Rúnar Pierre Heriveaux, Atli Þór Erlendsson, Hafsteinn Ólafsson, Jóhannes Steinn Jóhannesson, Steinn Óskar Sigurðsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Natascha Elisabet Fischer, Hafliði Ragnarsson og Axel Þorsteinsson​.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi sex keppendur til leiks í Norðurlandakeppni kokka (Nordic Chef) og alþjóðlegar fagkeppnir (Global Chefs) sem standa yfir þessa dagana í Álaborg í Danmörku. Keppt er í matreiðslu, eftirréttagerð og framreiðslu en meðal íslensku keppendanna eru fjórir kokkar, þjónn og konditor. Ísland á titil að verja í Norðurlandakeppni kokka, sem byggir á samstarfi kokka og þjóna, þar sem Viktor Örn Andrésson frá Lava Restaurant stóð uppi sem sigurvegari árið 2014.

Íslandsstofa er einn af bakhjörlum Klúbbs matreiðslumeistara en hann vinnur að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri og keppnisstarfi Kokkalandsliðsins og einstaklingskeppna í faginu. Íslandsstofa óskar íslensku keppendunum góðs gengis í Álaborg!

 

Deila