Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. október 2014

Franski matarbloggarinn Hervé Palmieri heillaðist af Íslandi

Franski matarbloggarinn Hervé Palmieri heillaðist af Íslandi
Einn vinsælasti matarbloggari Frakklands, Hervé Palmieri, kom hingað til lands í um miðjan október til að kynna sér íslenskan mat og matarmenningu.

Hinn franski matarbloggari, Hervé Palmieri, kom hingað til lands í um miðjan október til að kynna sér íslenskan mat og matarmenningu. Hervé er einn vinsælasti matarbloggarinn í Frakklandi og hefur haldið úti vefsíðunni HervéCuisine.com og YouTube-síðu síðan 2007. Hann kom hingað í tengslum við vetrarherferð Inspired by Iceland og fékk hann tvo daga til þess að fá innsýn í matarmenningu Íslendinga, kynnast íslensku hráefni og elda úr því.

Þorskur, humar og lambakjöt var í forgrunni og var Hervé virkilega ánægður með hráefnið. Eftir að hafa heimsótt fiskvinnsluna hjá Einhamri í Grindavík eldaði Hervé þorsk á veitingastaðnum Hafið bláa. Lambakjötið eldaði Hervé í Árdal í Borgarfirði og heimsótti sauðfjárbúið á Varmalæk. Uppskriftirnar voru fengnar hjá Íslenska kokkalandsliðinu.

Myndatökumaður var með í för og mun Hervé setja myndskeið af matseldinni inn á síðurnar sínar á næstu dögum. Á vefnum er nú þegar er að finna myndskeið frá dvöl Hervés á Íslandi og frá því hann eldaði humarsúpu með íslenskum humri áður en hann kom til landsins, í kynningarskyni fyrir Íslandsævintýrið. Auk heimsóknanna og matargerðarinnar fór Hervé í ferð um Reykjanesið, Hveragarðinn í Hveragerði og upplifði veitingastaðaflóru Reykjavíkur. Heimasíða Hervé Palmieri

Hér eldar Hervé úr íslenskum humri, en þetta myndband hefur þegar fengið yfir 7000 áhorf.

Hér má skjá myndband frá heimsókninni en þar bregður m.a. fyrir íslenska hestinum, sýnt frá fiskvinnslu úr sveitinni ofl. Myndbandið hefur þegar fengið yfir 5000 áhorf. 

Hér að neðan má einnig sjá nokkrar ljósmyndir frá heimsókninni

Deila