Loading…

Flosi Eiríksson ráðinn til starfa hjá Íslandsstofu

Flosi Eiríksson ráðinn til starfa hjá Íslandsstofu

28. október 2016

Flosi Eiríksson hefur verðið ráðinn sem verkefnastjóri á svið ráðgjafar & fræðslu hjá Íslandsstofu.

 

Flosi Eiríksson hefur verðið ráðinn sem verkefnastjóri á svið ráðgjafar & fræðslu hjá Íslandsstofu. Hann mun starfa með íslenskum fyrirtækjum að margvíslegum verkefnum við erlenda markaðsókn. Undanfarin 10 ár hefur Flosi starfað hjá KPMG, síðast sem verkefnastjóri í viðskiptaþróun og tengslum. Flosi er viðskiptafræðingur að mennt og er einnig með sveinsbréf í húsasmíði.
Íslandsstofa sinnir mikilvægu hlutverki við að styðja íslensk fyrirtæki við erlenda markaðssókn og markaðs- og kynningarstarfi fyrir útflutningsgreinar. Reynsla Flosa og þekking mun nýtast viðskiptavinum og samstarfsaðilum Íslandsstofu vel og styrkja enn frekar starfsemina. 

 

Deila