Loading…
17. september 2019

Fjölsóttur fundur um fjármögnun grænna verkefna

Fjölsóttur fundur um fjármögnun grænna verkefna
Fjölmennt var á kynningarfundi um norræna verkefnaútflutningssjóðinn Nopef og norræna umhverfisfjármögnunarfélagið NEFCO sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í síðustu viku.

Í gegnum Nopef og NEFCO eiga íslensk fyrirtæki möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Á mælendaskrá voru Mikael Reims og framkvæmdastjóri Nopef, Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO, auk þess sem Þorsteinn Ingi Víglundsson hjá Thor Ice Chilling Solutions og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Carbon Recycling International, sögðu af sinni reynslu og samstarfi við félögin. 

Glærur frá fundinum sem og nokkrar myndir má sjá hér fyrir neðan:

Fundinum stýrði Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu (gunnhildur@islandsstofa.is). Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu, Samstaka iðnaðarins, Nopef og NEFCO

Deila