Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. október 2011

Fjölmennt á kynningu fyrir hönnuði

Í vikunni fór fram kynning á tækifærum fyrir hönnuði til samstarfs við framleiðendur í Ningxia héraði í Kína.

Kynningin var vel sótt, en þar sagði Steinunn Sigurðardóttir hönnuður frá heimsókn sem hún fór í í maí síðast liðnum til Ningxia héraðs í Kína, ásamt Hafliða Sævarssyni, menningar- og viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Peking. 
Í ferðinni heimsóttu þau fjölmargar prjónaverksmiðjur, sem og aðra fataframleiðendur í héraðinu með það að leiðarljósi að skoða mögulega samstarfsfleti milli íslenskra hönnuða og kínverskra framleiðenda. Í verksmiðjunum skoðuðu þau m.a. aðbúnað starfsfólks, sem og framleiðslugetu og 
-gæði verksmiðjanna. Rætt var um möguleg kaup á afar fágætri saumavél (linking maschine) og komu til tals skipti á kínverskri kasmírull á móti íslenskri ull til athugunar á framleiðslu. Þá voru rædd hugsanleg nemendaskipti við verksmiðjur á svæðinu og háskólann í Ningxia.
Jafnframt fóru þau Steinunn og Hafliði til Peking þar sem þau sóttu heim fatahönnunardeild listaháskólans í Peking og veltu upp möguleikum á nemendaskiptum við Listaháskóla Íslands.

 

Deila