Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. janúar 2014

Fjölmenni í sendiráðinu í Moskvu

Fjölmenni í sendiráðinu í Moskvu
Fjölmennt var í bústað Alberts Jónssonar, sendiherra í Moskvu, og Ásu konu hans í gær þar sem þau tóku á móti á áttunda tug rússneskra ferðaþjónustuaðila sem þangað voru komnir til fundar við fulltrúa íslenskrar ferðaþjónustu.

Fjölmennt var í bústað Alberts Jónssonar, sendiherra í Moskvu, og Ásu konu hans í gær þar sem þau tóku á móti á áttunda tug rússneskra ferðaþjónustuaðila sem þangað voru komnir til fundar við fulltrúa íslenskrar ferðaþjónustu.

Fundurinn var skipulagður af Íslandsstofu og þótti vel heppnaður. Gestunum fannst mikið til þess koma að vera boðnir í glæsilegan bústað sendiherrans sem hefur hýst sendiráð Íslands í Moskvu í áratugi.

Fyrirtækin sem tóku þátt í fundinum voru Arctic Adventures, Bláa lónið, Bjarmaland Travel Ltd. Elding hvalaskoðun, Gray Line Excursions, HL Adventure, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Lax-á, Nordic Luxury Ehf., Reykjavík Excursions, Stracta Hotels og Unique Iceland.

Að loknum fundum í Moskvu heldur hópurinn yfir til St.Pétursborgar þar sem Íslandsstofa hefur skipulagt vinnustofu fjórða árið í röð og er búist við álíka góðum viðtökum þar. 

Rússland er hratt vaxandi markaður og hefur fjöldi ferðamanna þaðan til Íslands vaxið árlega um og yfir 50% undanfarin tvö ár. Fundir af þessu tagi sýna mikilvægi þess að allir aðilar, jafnt einkafyrirtæki sem opinber, leggist saman á árarnar til eflingar ferðaþjónustunnar. 

Deila