Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. október 2019

Fjölmenni frá Íslandi á ferðasýningunni ITB Asia

Fjölmenni frá Íslandi á ferðasýningunni ITB Asia
Dagana 16. - 18. október var ITB Asia ferðakaupstefnan haldin í Singapore.

Íslandsstofa tók nú þátt í þriðja sinn og hefur áhugi íslenskra fyrirtækja á sýningunni farið stöðugt vaxandi. Árið 2017 voru einungis sex fyrirtæki á íslenska básnum en í ár voru þau 14 talsins og komust færri að en vildu.

Sýningin er eingöngu fyrir fagaðila og eru allir þátttakendur með fyrirfram bókaða fundi, upp undir 30 á hvert fyrirtæki yfir þessa þrjá daga. Gestir á sýningunni eru fyrirtæki frá stórum hluta Asíu, ekki eingöngu frá Singapore heldur einnig frá Indlandi, Malasíu, Indónesíu, Filippseyjum, Kína og fleiri löndum. Íslandsstofa hefur bókað svæði fyrir næsta ár og er búist við veglegri þátttöku frá Íslandi enn á ný dagana 21.-23. október 2020.

Fyrirtækin sem tóku þátt í ár voru Arctic Adventures, Gray Line, Exclusive Travel, Icelandair, Iceland Encounter, Iceland Travel, Kea Hótel, Kynnisferðir, Snæland Grímsson, Soleil de minuit, Special Tours, Sterna Travel, Teitur Jónasson og Terra Nova.


Deila