Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. ágúst 2013

Fjölbreytni á sýningarsvæði Íslands í Berlín

Fjölbreytni á sýningarsvæði Íslands í Berlín
Lopapeysur og listaverk, Íslandsferðir og útflutningur á íslenska hestinum voru meðal þess sem íslensk fyrirtæki kynntu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Berlín dagana 4.-11. ágúst.

Lopapeysur og listaverk, Íslandsferðir og útflutningur á íslenska hestinum voru meðal þess sem íslensk fyrirtæki kynntu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Berlín dagana 4.-11. ágúst.

Íslandsstofa hélt utan um þátttöku íslensku fyrirtækjanna á sölu- og kynningarsvæði mótsins. Átján fyrirtæki tóku þátt og lagði fjöldi gesta leið sína í íslenska sýningartjaldið sem bar heitið „Eyjafjallajökull".
Hestatorgið stóð einnig fyrir glæsilegri kynningu en þar tóku þátt Félag hrossabænda, Landsmót hestamanna, Landssamband hestamannafélaga og WorldFengur-upprunaættbók íslenska hestsins. Hestatorgið er sameiginlegur kynningarvettvangur stofnana, félagasamtaka og skóla í hestamennsku og hrossarækt.

Um 13.000 manns sóttu mótið í ár sem er nokkuð meiri fjöldi en á fyrri mótum og má líklega rekja til þess að þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram í stórborg. 

Hér að neðan má sjá myndir frá sýningarsvæðinu

Deila