11. maí 2022

Fjármögnunarmöguleikar grænna verkefna kynntir

Ljósmynd

Fjármögnunarmöguleikar grænna verkefna með Nefco – The Nordic Green Bank, voru til umræðu í Húsi atvinnulífsins fyrr í dag.

Nefco er alþjóðleg fjármálastofnun sem fjármagnar vöxt fyrirtækja og tæknilausna á alþjóðamörkuðum til að hraða grænu umskiptunum. Nefco veitir meðal annars styrki og fjármagn til verkefna sem tengjast umhverfisvænni tækni og grænum lausnum - en öll verkefni sem Nefco kemur að verða að skila umhverfisvænum ávinningi.

Á fundinum var hlutverk og starfsemi fjármálastofnunarinnar kynnt auk þess sem tvö íslensk fyrirtæki sögðu af reynslu sinni og samstarfi við hana.

Framsögumenn voru:

  • Þórhallur Þorsteinsson og Søren Rasmussen, Nefco

  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Brunnur Ventures

  • Guðmundur Sigþórsson, ALVAR

Fundarstjóri var Birta Kristín Helgadóttir, Grænvangi.

Upptaka og myndir frá fundinum eru nú aðgengilegar - sjá hlekk.

Um var að ræða samstarfsverkefni Heimstorgs Íslandsstofu, Nefco, Samtaka iðnaðarins og Grænvangs.

Sjá allar fréttir