Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. júní 2013

Fjárfestingavaktin skilar skýrslu til ráðherra

Fjárfestingavaktin skilar skýrslu til ráðherra
Fjárfestingarvaktin, starfshópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra í febrúar 2012 skilaði í dag tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs.

Fjárfestingarvaktin, starfshópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra í febrúar 2012 skilaði í dag tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs.

Tillögur hópsins lúta að úrbótum tengdum almennum takmörkunum á erlendri fjárfestingu hér á landi, endurskoðun ívilnanalöggjafarinnar, breytingum og nánari úttekt á skattalöggjöf í tengslum við erlenda fjárfestingu, úrbætur í skipulagsmálum tengdum uppbyggingu iðnaðarsvæða auk tillagna um auðveldara aðgengi erlendra sérhæfðra starfsmanna til tímabundinnar dvalar hér á landi. Þá er einnig gerð tillaga um eflingu kynningar- og markaðsstarfs til næstu 5 ára til að laða að beina erlenda fjárfestingu í samræmi við stefnu Alþingis og stjórnvalda.

Fjárfestingarvaktin var skipuð 13 einstaklingum sem komu frá Alþýðusambandi Íslands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslandsstofu, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Seðlabanka Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Formaður var Geir A Gunnlaugsson.


 

Deila