Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. janúar 2016

Fimm íslensk tæknifyrirtæki kynna vörur sínar á BETT í London

Fimm íslensk tæknifyrirtæki kynna vörur sínar á BETT í London
Íslandsstofa hefur í fyrsta sinn skipulagt þátttöku fimm íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT í London. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar.

Íslandsstofa hefur í fyrsta sinn skipulagt þátttöku fimm íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT í London. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin fór vel af stað í morgun en búist er við um 35.000 gestum yfir þá fjóra daga sem hún stendur yfir.

Það er sterkur hópur sem er samankominn á íslenska básnum. Það eru fyrirtækin Mentor, Appia, Mussiland, reCode og Stúdía.

Á sýningunni býðst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Að sögn Vilborgar Einarsdóttur framkvæmdastjóra Mentor er nauðsynlegt að vera sýnilegur og eins að fylgjast með tækniþróun í greininni, en Íslensk fyrirtæki standi mjög framarlega á þessu sviði. Berglind Steindórsdóttir, sýningastjóri hjá Íslandsstofu tekur undir þetta og segir að það hafi sýnt sig að fyrirtæki þurfa að mæta ítrekað á sömu sýningarnar til að festa sig í sessi og öðlast traust viðskiptavina, en Íslandsstofa ætlar einmitt að styðja fyrirtækin til þátttöku á sýningunni til þriggja ára.  

llugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var heiðursgestur á móttöku sem haldin var á íslenska básnum síðdegis þar sem tekið var á móti viðskiptavinum fyrirtækjanna.

Deila