Loading…

Film in Iceland tekur þátt í kvikmyndaráðstefnu á Indlandi

Film in Iceland tekur þátt í kvikmyndaráðstefnu á Indlandi

5. mars 2019

Film in Iceland í samstarfi við sendiráð Íslands á Indlandi var með í fyrsta skipti á ráðstefnunni India International Film Tourism Conclave (IIFTC), dagana 21.-23. febrúar sl.

Ráðstefnan fer fram í Mumbai á Indlandi annað hvert ár, en Norðurlandaþjóðirnar haf undanfarin ár sótt þessa ráðstefnu og hefur hún reynst þeim jákvæð. Ísland var með sérbás á ráðstefnunni og gekk það vel. Mikið var um gestagang og þá sat fulltrúi Film in Iceland í panel um tökur í Evrópu og ívilnanir. Þá var fundað með þarlendum framleiðendum.

Árið 2020 munu Norðurlöndin sameinast um einn bás undir Nordic Film Commissions.


Deila