22. ágúst 2023
Ferðaþjónusta til 2030 - Viltu hafa áhrif?
Nýttu tækifærið til að koma skoðun þinni á framfæri
Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis.
Í þessu felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf í sátt við land og þjóð, að ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og að ferðaþjónustan sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Í uppfærðum stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 eru 12 áherslur sem deilast á lykilstoðirnar fjórar; efnahag, samfélag, umhverfi og gesti.
Tillögur að aðgerðaáætlun
Aðgerðaáætlun mun fylgja eftir þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem koma fram í ferðaþjónustustefnunni og sjö starfshópar vinna nú tillögur að aðgerðum. Sett hefur verið upp ný upplýsingasíða á vef menningar- og viðskiptaráðuneytis þar sem hægt er að kynna sér starf hópanna. Undir hverjum hópi má finna lista yfir þá sem sitja í hópunum, tímaáætlun og helstu verkefni.
Hóparnir vilja gjarnan fá ábendingar, hugmyndir og tillögur sem tengjast vinnunni. Hér gefst því kjörið tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri og hafa áhrif á vinnu við ferðamálastefnu til 2030. Smelltu á þann starfshóp hér að neðan sem þú vilt koma erindi til.
Hópar:
Hóparir skila drögum að aðgerðum fyrir 15. október 2023. Þær tillögur fara í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Þá er fyrirhugað að halda opna umræðu- og kynningarfundir um vinnuna í öllum landshlutum í október og nóvember.