Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. maí 2011

Ferðaþjónusta á landamærum

Íslandsstofa skipulagði fræðsluferð með góðan hóp ferðaþjónustufyrirtækja til Scottish Borders (landamæri Skotlands og Englands), dagana 9.-14. maí síðastliðinn.

Þar bauðst þeim einstakt tækifæri til að kynna sér hvernig uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði sem staðsett er á milli megináfangastaða ferðamanna landamærum Englands og Skotlands.

Markmið ferðarinnar va aðr:
• kynna sér mismunandi gistimöguleika
• fá hugmyndir að nýjum afþreyingarmöguleikum
• hitta fólk í ferðaþjónustuklösum sem stofnaðir hafa verið á svæðinu

Farið var á marga mismunandi staði, en meðal annars kynntu aðilarnir sér mismunandi gistimöguleika, uppbyggingu hjólreiðaferða og gönguferðamennsku, mat úr héraði, græna ferðaþjónustu, fuglaskoðun, gólf og margt fleira.

Má segja að helstu niðurstöður ferðarinnar eru að við eigum mörg ónýtt tækifæri í uppbyggingu á göngu- og hjólreiðaferðum en í ferðinni fengu aðilarnir að kynna sér hverir væru lykilþættir í þjónustu við þann markhóp

Deila