Loading…
16. júní 2016

Ferðakaupstefnan MATKA 2017 í Helsinki - áhugakönnun

Ferðakaupstefnan MATKA 2017 í Helsinki - áhugakönnun
Íslandsstofa undirbýr nú þátttöku í MATKA ferðakaupstefnunni sem fer fram í Helsinki, Finnlandi dagana 19.-22. janúar 2017.

Íslandsstofa undirbýr nú þátttöku í MATKA ferðakaupstefnunni sem fer fram í Helsinki, Finnlandi dagana 19.-22. janúar 2017
Daginn áður en kaupstefnan hefst, þann 18. janúar, verður haldið „Global Workshop“ sem er vinnustofa þar sem skipulagðir eru fyrirfram bókaðir fundir með leiðandi erlendum ferðaskrifstofum. Að jafnaði koma um 200 kaupendur frá yfir 25 löndum á vinnustofuna. 
Nánari upplýsingar um MATKA

Við könnum hér með áhuga aðila í ferðaþjónustu á þátttöku í MATKA og Global Workshop. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ragnheiði Sylvíu Kjartansdóttur, ragnheidur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 30. júní. Ef áhugi er fyrir hendi verður einnig kannað með mögulegar vinnustofur í tengslum við ferðina.

Deila