Loading…
7. júlí 2016

Evróputorgið í París - Íslandskynningin stóð sannarlega undir nafni

Evróputorgið í París - Íslandskynningin stóð sannarlega undir nafni
Nú er landkynningarverkefninu sem sett var á fót í tengslum við EM í knattspyrnu karla í Frakklandi 2016 lokið. Óhætt er að segja að Ísland hafi hlotið mikla athygli í París og víða um heim, ekki síst sökum velgengni íslenska landsliðsins á mótinu.

Nú er landkynningarverkefninu sem sett var á fót í tengslum við EM í knattspyrnu karla í Frakklandi 2016 lokið. Óhætt er að segja að Ísland hafi hlotið mikla athygli í París, og víða um heim, ekki síst sökum velgengni íslenska landsliðsins á mótinu. 

Hátt í 100.000 gestir lögðu leið sína á torgið til að kynnast löndunum sem þar stóðu fyrir landkynningu í tengslum við mótið en öllum þátttökuþjóðunum bauðst að vera með.  

Menning, matur og tónlist var áberandi á íslenska svæðinu og Eldhúsið þjónaði sannarlega sínu hlutverki en þar inni var m.a. boðið upp á hádegisverð fyrir fjölmiðla og útvarpað beint frá einkatónleikum Snorra Helgasonar.

Fjöldinn allur af fjölmiðlum, sem og almennir gestir, heimsóttu íslenska svæðið og spjölluðu við starfsfólk Íslandsstofu á staðnum. Landkynningarefnið rauk út og greinilegt var að áhugi gesta á landinu okkar jókst í takt við árangur íslenska karlalandsliðsins á mótinu.
Sjá einnig: Áhugi á Íslandi eykst með EM

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá EM torginu

 

Deila