Loading…
13. september 2016

Ertu að missa (hug)vitið? - Vinnustofa um hugverkaréttindi 21. september

Ertu að missa (hug)vitið? - Vinnustofa um hugverkaréttindi 21. september
Verðmætustu eignir í fyrirtækjum nútímans eru hugverk. Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofu, stendur fyrir vinnustofu um hugverkaréttindi þar sem sérfræðingar í faginu munu veita þátttakendum góð ráð og miðla eigin reynslu.

Verðmætustu eignir í fyrirtækjum nútímans eru hugverk. Á samkeppnismarkaði í alþjóðlegu umhverfi skiptir miklu máli að standa vörð um þá þekkingu, ímynd og hugvit sem fyrirtæki byggja tilvist sína á.

Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofu, stendur fyrir vinnustofu um hugverkaréttindi þar sem sérfræðingar í faginu munu veita þátttakendum góð ráð og miðla eigin reynslu. 

Vinnustofan verður haldin miðvikudaginn 21. september kl. 9-12 á Kex Hosteli, Skúlagötu 28. Aðgangseyrir er 4.900 kr. Morgunverður og námskeiðsgögn eru innifalin í verðinu.

Skráning fer fram hjá islandsstofa@islandsstofa.is þar sem einnig er gengið frá greiðslu. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir hjá Íslandsstofu, hrafnhildur@islandsstofa.is og Jón Gunnarsson hjá Einkaleyfastofu, jon@einkaleyfastofan.is
 
Skilmálar:
Þar sem um ákveðin fjölda þátttakenda er að ræða er lögð áhersla á að veita fyrirtækjum forgang á vinnustofuna. Ekki er hægt að fá endurgreitt sólarhring fyrir viðkomandi vinnustofu.

Deila