Loading…

Ert þú að fara á Bio International í Fíladelfíu í sumar?

Ert þú að fara á Bio International í Fíladelfíu í sumar?

6. mars 2019

Norðurlöndin verða með sameiginlegan sýningarbás, fjárfestafund og móttöku á ráðstefnunni Bio International í Fíladelfíu í Bandaríkjunum dagana 3.- 6. júní nk. og Íslandsstofa býður þér að taka þátt.

Norræni básinn ber yfirskriftina „The Nordics“ og verður samastaður allra Norðurlandabúa á Bio International. Þar getur fólk komið við, átt stutta fundi og hitt kollega frá Norðurlöndunum, og þar verður alltaf heitt á könnunni. Á básnum verða upplýsingar um Norðurlöndin á skjá og þátttakendur geta skilið þar eftir bæklinga. Við sjáum um að manna básinn, veita upplýsingar og taka skilaboð til þátttakenda. Básinn er nr. 2727, sjá staðsetningu á korti.

Seinni part þriðjudags 4. júní verða skipulagðir fundir fjárfesta og semínar um fjárfestingar í lífvísindum, og strax í kjölfarið verður móttaka þar sem gert er ráð fyrir um 200 fulltrúum fyrirtækja og fjárfesta.

Bio International er haldin árlega og hana sækja um 16.000 þátttakendur frá tæplega 80 löndum, aðallega stjórnendur fyrirtækja í líftækni og lyfjaiðnaði. Áhersla er lögð á tækifæri til tengslamyndunar t.d. með fyrir fram skipulögðum maður á mann fundum, óformlegum fundum á  sýningarbásum og ýmsum viðburðum. Þá geta þátttakendur sótt um að halda 10-15 mínútna fyrirtækjakynningar.

Í tengslum við Bio International er einnig haldið International Cancer Cluster Showcase þar sem fyrirtæki og klasar kynna nýsköpun á sviði krabbameinslækninga.

Við höfum tryggt norrænum fyrirtækjum 200$ afslátt af skráningargjöldum. Hafðu samband ef þú vilt nýta þér hann eða fá frekari upplýsingar.

Ingveldur Ásta Björnsdóttir, ingveldur@islandsstofa.is
Erna Björnsdóttir, erna@invest.is
Hlynur Guðjónsson, hlynur@mfa.is


Deila