Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. október 2019

Eliza Reid gengur til liðs við Íslandsstofu

Eliza Reid gengur til liðs við Íslandsstofu
Íslandsstofa hefur gengið frá samkomulagi við Elizu Reid, forsetafrú um að styðja við starf Íslandsstofu við kynningu á Íslandi á erlendum vettvangi.

Eliza verður talsmaður Íslandsstofu á völdum viðburðum erlendis og vinnur með Íslandsstofu að kynningu á íslensku atvinnulífi gagnvart fjölmiðlum og samstarfsaðilum íslenskra fyrirtækja. Það er mikill fengur að því að fá Elizu með í lið við að kynna íslenskar útflutningsgreinar.

Eliza býr að mikilli reynslu af samskiptum við fjölmiðla og hefur komið fram víða, m.a. sem velgjörðasendiherra ferðamennsku og sjálfbærrar þróunar hjá Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), auk þess að vera verndari íslenska kokkalandsliðsins. Eliza hefur einnig starfað ötullega að því að koma íslenskum rithöfundum á framfæri og kynna íslenskar bókmenntir erlendis. Hún er annar stofnenda Iceland Writers Retreat, árlegs móts rithöfunda sem koma til Íslands að vinna að skriftum.


Deila