Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. september 2015

Efla tengslanet í erlendri markaðssókn

Efla tengslanet í erlendri markaðssókn
Nýverið stóð Íslandsstofa fyrir hádegisverðarfundi með aðilum sem hafa frá upphafi tekið þátt í útflutningsverkefninu ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur).

Nýverið stóð Íslandsstofa fyrir hádegisverðarfundi með aðilum sem hafa frá upphafi tekið þátt í útflutningsverkefninu ÚH. Verkefnið er ætlað fyrirtækjum sem þegar eru í útflutningi eða stefna að útflutningi. Meginmarkmið fundarins var að efla tengslanet hópsins og miðla af reynslu í útflutningsmálum. Fjöldamörg fyrirtækjanna hafa öðlast reynslu á erlendum markaði og kom fram á fundinum almennur vilji til að miðla af þekkingunni, ekki síst til til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í útflutningi. Á fundinum kom m.a. fram að menn voru almennt sammála um að þátttaka í verkefninu hefði verið mjög gagnleg og þekkingin nýtist þeim enn með margvíslegum hætti.

Útflutningsverkefnið ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur) hefst að nýju í haust 26. árið í röð og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Björn H. Reynisson með því að senda tölvupóst á netfangið bjorn@islandsstofa.is. Hægt er að sjá nánar hvað þátttakendur hafa að segja um verkefnið hér. Verkefnið stendur yfir í sjö mánuði og á þeim tíma fá þátttakendur aðstoð við að gera raunhæfar markaðsáætlanir inn á valin markað og hver og einn er búinn undir að hrinda henni í framkvæmd. Valin eru 8-10 fyrirtæki úr ólíkum starfsgreinum til þátttöku og hafa mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins, úr flestum greinum atvinnulífsins, tekið þátt frá upphafi. 

Deila