Loading…

Disney teiknimyndin Frozen II innblásin af íslenskri náttúru

Disney teiknimyndin Frozen II innblásin af íslenskri náttúru

13. nóvember 2019

Íslensk náttúra mun koma nokkuð við sögu í Disney teiknimyndinni Frozen II sem frumsýnd verður á næstu dögum.

Framleiðendur myndarinnar voru í sambandi við Íslandsstofu fyrir nokkru og komu í kjölfarið í heimsókn til landsins til að skoða aðstæður. Skemmst er frá því að segja að þeir heilluðust svo að ákveðið var að nota Ísland, ásamt Finnlandi og Noregi, sem bakgrunnslandslag fyrir myndina.   

Íslandsstofa hefur verið í samstarfi við Disney Media á undanförnum mánuðum í tengslum við útgáfu teiknimyndarinnar. Í september á þessu ári komu t.a.m. framleiðendur myndarinnar til Íslands, ásamt 14 blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Íslandsstofa skipulagði og hélt utan um fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, í samstarfi við Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem ferðast var á tökuslóðir og m.a. farið í dagsferð upp á Svínafellsjökul.

Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi fyrir titillag teknimyndarinnar Into the unknown í frönskum búningi (e. Dans un autre monde) og sungið er af Charlotte Hervieux sem fer með hlutverk Elsu í frönsku útgáfunni.

Frozen II verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 22. nóvember nk.

Hér má sjá umfjöllun um tökustaði á Íslandi


Deila