Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. júní 2016

CITM sýningin í Kína og vinnustofur í nóvember 2016

CITM sýningin í Kína og vinnustofur í nóvember 2016
Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM (China International Travel Mart) sem haldin er í Shanghai í Kína dagana 11.-13. nóvember nk. CITM er ein stærsta ferðasýning Asíu og er haldin árlega. Einnig eru áformaðar vinnustofur í borgunum Chongqing þann 8. nóvember og Wuhan 9. nóvember.

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM (China International Travel Mart) sem haldin er í Shanghai  í Kína dagana 11.-13. nóvember nk. CITM er ein stærsta ferðasýning Asíu og er haldin árlega, til skiptis í borgunum Shanghai og Kunming.
Fyrstu tveir dagar sýningarinnar eru eingöngu fyrir fagaðila en síðasta daginn er einnig opið fyrir almenning. Árið 2014 komu 30.000 gestir á almenna daginn en 80.000 á sýninguna í heild. 

Dagana fyrir sýninguna eru áformaðar vinnustofur í borgunum Chongqing þann 8. nóvember og Wuhan 9. nóvember. Á vinnustofunum gefst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að hitta ferðasöluaðila á viðkomandi svæðum og stofna til nýrra viðskiptasambanda.
 
Upplýsingar um kostnað og nánara skipulag ferðarinnar verða birtar síðar.
 
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is fyrir 24. júní nk., en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar.

Deila