Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. júní 2016

Árangursríkt FDA námskeið

Árangursríkt FDA námskeið
Tveggja daga námskeið ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum var haldið dagana 31. maí og 1. júní sl.

Tveggja daga námskeið ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum var haldið dagana 31. maí og 1. júní sl. Námskeiðið var vel sótt þar sem 25 þátttakendur mættu til leiks frá 11 fyrirtækjum.

Námskeiðið var í umsjón ráðgjafa frá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu EAS Consulting Group sem hefur 27 ára reynslu af því að starfa með FDA (Food and Drug Administration). Mjög góður rómur var gerður að námskeiðinu og leiðbeinanda þess en Íslandsstofa stóð að því í samvinnu við Samtök heilbrigðisiðnaðarins (SHI). Næsta skref er að halda vinnustofu með þeim fyrirtækjum sem hafa áhuga á Bandaríkjamarkaði til að vinna markaðsáætlun til næstu 6-12 mánaða inn á þann markað. 

Deila