Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. desember 2019

Áhorfendur Ellen fengu Íslandsför í jólapakkann

Áhorfendur Ellen fengu Íslandsför í jólapakkann
Um 300 áhorfendur sem viðstaddir voru upptöku á nýjasta þætti þáttastjórnandans vinsæla, Ellen DeGeneres, voru leystir út með jólagjöfum í lok þáttar. Þar á meðal var ferð til Íslands í boði Icelandair, í samstarfi við Íslandsstofu og Bláa lónið. Ánægja áhorfenda með þennan óvænta glaðning leyndi sér ekki.

Alls horfðu um 7 milljón manns á þáttinn í beinni útsendingu, en uppsafnað áhorf þáttarins í sjónvarpi er talið verða að minnsta kosti 30 milljónir. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa verkefnis í um tvo mánuði í góðri samvinnu  Icelandair, Icelandair hotels, Bláa lónsins og Íslandsstofu.

Daníel Oddsson, verkefnastjóri Ísland – allt árið: „Það voru framleiðendur þáttarins sem áttu hugmyndina að þessu og leituðu upphaflega til Icelandair, sem kannaði fljótlega áhuga okkar á að taka þátt í verkefninu. Það var álit allra að þetta væri spennandi tækifæri og allir voru sammála um að láta þetta gerast. Þátturinn er sýndur á besta tíma í Bandaríkjunum og ef þessi sjónvarpstími væri umreiknaður í auglýsingaverð þá er um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.“

Deila