Loading…

Áframhaldandi samstarf um Ísland - allt árið

Áframhaldandi samstarf um Ísland - allt árið

26. október 2016

Í gær var undirritaður nýr samningur um markaðsverkefnið Ísland - allt árið fyrir tímabilið 2017 til 2019. Verkefnið hefur verið rekið frá árinu 2011 undir merkjum Inspired by Iceland og eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hafa áherslurnar breyst verulega.

Í gær var undirritaður nýr samningur um markaðsverkefnið Ísland - allt árið fyrir tímabilið 2017 til 2019. Verkefnið hefur verið rekið frá árinu 2011 undir merkjum Inspired by Iceland og eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hafa áherslurnar breyst verulega. Á þessi ári hefur meginþemað meðal annars snúið að ábyrgri ferðhegðun og ánægju ferðamanna. Helstu markmið verkefnisins eru að jafna árstíðarsveiflu og dreifingu ferðamanna um allt land, sérstaklega yfir vetrartímann. 

Aðilar að verkefninu eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnhagsráðuneytið f.h. ríkissjóðs og Samtök ferðaþjónustunnar (fyrir hönd fyrirtækja) og Icelandair. Fyrirtækin leggja til 135 m.kr. á árinu 2017 eða sömu upphæð og stjórnvöld. Sérstök stjórn fer með yfirumsjón með samningnum en sem fyrr mun Íslandsstofa fara með daglega framkvæmd hans. 

Framlögum til samningsins skal varið með almennum hætti og kynningarefni á vegum verkefnisins er í þágu ferðaþjónustunnar allrar. Einstök vörumerki eða fyrirtæki eru ekki auglýst og er engum samningsaðila heimilt að nýta aðild sína að verkefninu með sérstökum hætti. Eingöngu vörumerkið Insipred by Iceland birtist á markaðsefni á vegum Ísland - allt árið. Síðustu ár hafa tugir fyrirtækja í ferðaþjónustu og hagaðilar verið í samstarfi um verkefnið. 

Með fyrirvara um samþykki Alþingis verður veitt allt að 200 m.kr. til verkefnisins á árinu 2018 og allt að 200 m.kr. á árinu 2019 enda fáist mótframlög frá núverandi aðilum samningsins og/eða öðrum aðilum.

Deila