Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. apríl 2017

Á ferðinni í Kanada

Á ferðinni í Kanada
Fulltrúar Íslandsstofu standa fyrir vinnustofum í fimm borgum Kanada í þessari viku ásamt 10 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum og aðilum frá Markaðsstofum Vestfjarða og Suðurlands.

Fulltrúar Íslandsstofu standa fyrir vinnustofum í fimm borgum Kanada í þessari viku ásamt 10 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum og aðilum frá Markaðsstofum Vestfjarða og Suðurlands. 
Hópurinn er nú kominn á Íslendingaslóðir í Winnipeg eftir vel sóttar vinnustofur í Edmonton og Vancouver. Ferðinni er því næst heitið til Toronto og þaðan til Halifax þar sem boðið verður til móttöku á föstudagskvöld. 

Áætlaður gestafjöldi á viðburðunum er samtals um 250 ferðaþjónustuaðilar. 

Hér að neðan má nokkrar myndir frá vinnustofunum í Edmonton og Vancouver  

Deila