Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. október 2019

Á ferð og flugi frá Madrid til Bilbao og Barcelona

Á ferð og flugi frá Madrid til Bilbao og Barcelona
Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki gerðu víðreist um Spán dagana 23.-25. október sl. með vinnustofur í þremur spænskum borgum.

Frá Madrid var ferðinni heitið til Bilbao í Baskalandi og lokaáfangastaðurinn var Barcelona í Katalóníu. Í öllum borgunum þremur fékk áfangastaðurinn Ísland góðar undirtektir, landið vekur forvitni, það hefur hlotið góðan orðstír á Íberíuskaganum og margir vilja kynnast eyjunni í Norður Atlantshafi.

Eftirfarandi fyrirtæki kynntu þjónustu sína á vinnustofum Íslandsstofu í Madrid, Bilbao og Barcelona: Base Artica, Bus4u, Gray Line, Icelandair, Iceland Travel, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Sterna Travel og Markaðsstofa Suðurlands.


Deila