Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. mars 2020

100 manns mættu á Loftslagsmót 2020

100 manns mættu á Loftslagsmót 2020
Grænvangur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands héldu Loftslagsmót 2020 þann 3. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík, í samstarfi við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Þangað mættu rúmlega hundrað manns sem áttu 230 örfundi. Þátttakendur voru ýmist starfsmenn fyrirtækja og stofnana eða frumkvöðlar. Þeir pöruðu sig saman til að kynnast starfsemi hvors annars og ræða mögulegt samstarf. Á milli funda, sem voru nákvæmlega 15 mínútna langir, bauðst gestum svo að fá sér kaffi og rúnstykki og spjalla saman.

Á Loftslagsmótinu voru allskonar lausnir kynntar sem allar eiga það sameiginlegt að styðja við umhverfisvænni rekstur og ýta undir jákvæðar aðgerðir í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála. Þá var áberandi að margir þátttakendur taka virkan þátt í að skapa hringrásarhagkerfi á Íslandi og nýta betur allar auðlindir.

Bjartsýni og jákvæðni einkenndu viðburðinn sem þótti markviss og er stefnan að halda Loftslagsmót árlega héðan í frá.  


Deila