Loading…

Ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi


Íslensk stjórnvöld taka við umsóknum um fjárfestingarsamninga sem fela í sér ívilnanir vegna nýfjárfestinga sem staðfestir hve mikilvægar fjárfestingar eru. Fjárfestingarsvið sér um að kynna ívilnanirnar fyrir erlendum fjárfestum í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og kemur að mati á þjóðhagslegum ávinningi fyrirhugaðra verkefna áður en ívilnananefnd ráðuneytisins afgreiðir umsóknir.

Til grundvallar þeim ramma um ívilnanir sem lagður var með lögum nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi og unnið er eftir á meðan Alþingi afgreiðir frumvarp til laga um nýja rammalöggjöf, lá ítarleg skýrsla starfshóps um ívilnanir til eflingar fjárfestingum í atvinnurekstri sem afhent var iðnaðarráðherra í apríl 2009. Þar koma fram margvíslegar upplýsingar um beinar erlendar fjárfestingar og jákvæði áhrif þeirra.