Loading…

Samstarfsverkefni

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili samstarfsverkefna sem eiga það sameiginlega markmið að kynna og markaðssetja Ísland fyrir ferðamönnum með sem árangursríkustum hætti.

Stærsta samstarfsverkefnið sem Íslandsstofa er framkvæmdaaðili að er verkefni sem nefnist Ísland - allt árið og miðar að því að efla heilsársferðaþjónustu hérlendis og vinnur undir merkjum Inspired by Iceland. Verkefnið er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkafyrirtækja.

Íslandsstofa er einnig framkvæmdaraðili að markaðsverkefninu Iceland Naturally ásamt utanríkisþjónustunni. Verkefnið samstarfsverkefni opinberra aðila og einkafyrirtækja og stuðlar að kynningu á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu í Norður-Ameríku.

Aðild og stjórnarseta

Íslandsstofa er aðili að ýmsum samstarfsverkefnum á sviði markaðssóknar sem eiga það sameiginlega markmið að kynna og markaðssetja Ísland með sem árangursríkustum hætti.

Innlent samstarf
Markaðsstofur landshlutanna
Sögutengd ferðaþjónusta (samstarf um kynningarefni)
Heilsulandið Ísland (stjórnarseta)