Loading…

Ferðaþjónusta & skapandi greinar

Íslandsstofa sinnir kynningu og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi. Markaðsstarfið miðar að laða til landsins erlenda gesti, bæta viðhorf og auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastað. Unnið er náið með markaðsstofum allra landshlutanna og fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Allt markaðsstarf fer fram undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa kynnir Ísland sem upprunaland skapandi greina og styður við kynningu á íslenskri menningu erlendis í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina.

Ferðasýningar og vinnustofur

Íslandsstofa skipuleggur viðburði erlendis og þátttöku á ýmsum erlendum ferðasýningum og landkynningum. Má þar nefna sýningar á borð við World Travel Market í London og ITB sýninguna í Berlín sem eru stærstu viðburðir sinnar tegundar fyrir ferðaþjónustuna. Íslandsstofa skipuleggur einnig ferðasýninguna Vestnorden annað hvert ár. Þá skipuleggur Íslandsstofa fjölda viðskiptasendinefnda, vinnustofa og kynningarfundi erlendis fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Ferðasýningar og vinnustofur

Almannatengsl

Íslandsstofa aðstoðar fjölda erlendra blaðamanna á ári hverju ásamt því að skipuleggja heimsóknir þeirri til landsins í samstarfi við flugfélög, fyrirtæki, markaðsstofur landshlutanna og fleiri aðila innan ferðaþjónustunnar. Íslandsstofa miðlar einnig upplýsingum um land og þjóð til erlendra fjölmiðla, bæði beint og í gegnum erlendar almannatengslaskrifstofur. Íslandsstofa styður einnig við komu fjölmargra erlendra fjölmiðlamanna og listræna stjórnenda hingað til lands í tengslum við skapandi greinar, í samráði við miðstöðvar skapandi greina, viðburðastjórnendur og aðra hagsmunaaðila.

Almannatengsl

Samstarfsverkefni

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að samstarfsverkefnum sem eiga það sameiginlega markmið að kynna og markaðssetja Ísland með sem árangursríkustum hætti. Stærsta samstarfsverkefnið sem Íslandsstofa er framkvæmdaaðili að er verkefni sem nefnist Ísland - allt árið og miðar að því að efla heilsársferðaþjónustu hérlendis og vinnur undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa er einnig framkvæmdaraðili ásamt utanríkisþjónustunni að markaðsverkefninu Iceland Naturally á Norður- Ameríku markaði.

Samstarfsverkefni

Markaðs- og kynningarefni

Íslandsstofa heldur úti viðamiklu landkynningarstarfi á hinum ýmsu kynningar, vef- og samfélagsmiðlum. Íslandsstofa gefur út landkynningarbækling á 14 tungumálum. Íslandsstofa heldur einnig úti verkfærakistu fyrir innlenda og erlenda ferðaþjónustu þar sem hægt er að kynna sér hvernig Ísland er kynnt, þjálfunartæki fyrir söluaðila ásamt markaðsgreiningum

Markaðs- og kynningarefni

Viðburðir

20. nóvember 2018

Matvælasýning í London

Dagana 20.-22. nóvember verður hald...

20. nóvember 2018

Vinnustofa fimm landa í London - skráning

Íslandsstofa stendur fyrir vinnusto...

22. nóvember 2018

Norræn vinnustofa í París

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norw...