Loading…

Áherslusvið og samkeppnisgreinar


Fjárfestingarsvið Íslandsstofu hefur það hlutverk að þjóna öllum erlendum fjárfestum sem áhuga hafa á Íslandi.

Í virku markaðsstarfi við að ná til erlendra fjárfesta styðst Fjárfestingarsvið Íslandsstofu meðal annars við niðurstöður samkeppnisgreininga þar sem búið er að kortleggja tækifæri og samkeppnisforskot Íslands á tilteknum sviðum. Leitað er að sviðum þar sem sérstaða eða aðstæður á Íslandi eru ákjósanlegar fyrir uppbyggingu og falla vel að þeim markmiðum með eflingu beinna erlendra fjárfestinga að skapa ný störf, nýja þekkingu og ný verðmæti.

Meðal þeirra áherslusviða sem Fjárfestingarsvið Íslandsstofu hefur beitt sér á undanfarin ár eru eftirfarandi:

-  Gagnaveraiðnaður
-  Efnaiðnaður, þar með talin kísilvinnsla, koltrefjaframleiðsla og frekari nýting orku- og efnastrauma frá jarðvarmaverum
-  Matvælaframleiðsla, svo sem ræktun í gróðurhúsum á iðnaðarskala og fiskeldi
-  Minkarækt
-  Tölvuleikjaframleiðsla
-  Líftækni
-  Ferðaþjónusta

Fyrsta stóra fjárfestingarverkefni á nýju sviði er þýðingarmest því þar með er Ísland komið á kort annarra fyrirtækja í sama geira.