Loading…

Erlend markaðssókn

Hjá Íslandsstofu starfa fjögur starfsgreinasvið sem greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu, laða til landsins erlenda ferðamenn og erlenda fjárfestingu, og kynna íslenska menningu og skapandi greinar.

Ferðaþjónusta og skapandi greinar

Íslandsstofa sinnir kynningu og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi og kynnir Ísland sem upprunaland skapandi greina og styður við kynningu á íslenskri menningu erlendis.

Ferðaþjónusta og skapandi greinar

Matvæli, sjávarútvegur, landbúnaður

Íslandsstofa stuðlar að aukinni verðmætasköpun af íslenskum afurðum til sjávar og sveita með því að kynna íslensk matvæli, hráefni, og matermenningu á erlendum mörkuðum. Lögð er áhersla á víðtækt samstarf til að auka slagkraft í markaðsstarfinu. Íslandsstofa annast framkvæmd sértækra markaðsverkefna um matvælalandið Ísland, íslenska hestinn, íslenskar sjávarafurðir og íslenskan saltfisk.

Matvæli, sjávarútvegur, landbúnaður

Iðnaður og þjónusta

Íslandsstofa eflir áhuga og eftirspurn erlendis eftir íslensku hugviti, vöru og þjónustu. Við vinnum markvisst að því að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð í nánu samstarfi við atvinnulíf og stjórnvöld í þágu íslenskra útflutningsfyrirtækja.

Iðnaður og þjónusta

Bein erlend fjárfesting

Íslandsstofa kynnir þá fjölmörgu kosti sem Ísland hefur að bjóða fyrir beina erlenda fjárfestingu. Við aðstoðum erlenda fjárfesta við tenglsamyndum, og upplýsingaöflun og vinnum að gerð kannana á samkeppnishæfni Íslands. Íslandsstofa sér um að kynna Ísland sem hentugan tökustað fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki í gegnum verkefnið Film in Iceland. Megináhersla er lögð á að kynna lög um endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, trausta innviði íslensks kvikmyndageira fjölbreytt landslag og stórbrotna tökustaði.

Bein erlend fjárfesting

Viðburðir

24. september 2018

Stjórnun markaðsstarfs - námskeið í samstarfi við Markaðsakademíuna og MBL.is

Námskeið sem hjálpar þátttakendum a...

25. september 2018

Hvað tekur við af #TeamIceland? - Nýjar markaðsaðsáherslur Inspired by Iceland

Íslandsstofa boðar til fundar þar s...

26. september 2018

Matvöruviðskipti milli Íslands og Kína

Áhugavert málþing um matvöruviðskip...