Development Aid - Gagnabanki fyrir alþóðleg útboð og styrki
Íslenskum fyrirtækjum býðst aðgangur að gagnagrunninum án endurgjalds.
DevelopmentAid er yfirgripsmikill gagnabanki sem veitir yfirsýn yfir fjármögnunartækifæri, þar á meðal útboð, styrki og verkefni frá ýmsum alþjóða- og fjölþjóðastofnunum og öðrum útboðs- og styrktaraðilum
Þar má einnig finna ýtarlegar upplýsingar um útboðsaðila, hugsanlega samstarfsaðila og/eða samkeppnisaðila. Hægt er að skoða sambærileg fyrri útboð og skoða hverjir hafa boðið í slík verkefni og fengið úthlutað sem og hverjir hafa verið samstarfsaðilar í verkefnum. Þá er mögulegt að skoða verðupplýsingar fyrri útboða.
Development Aid býður jafnframt upp á vettvang til að auglýsa ákveðin störf eða leggja inn ferilskrá sem tengist sérstakri hæfni.
Íslandsstofa hefur gert samkomulag við Development Aid um landsaðgang fyrir íslensk fyrirtæki án kostnaðar fyrir fyrirtækin.
Áhugasamir geta skoðað vef Development Aid og fyrir frekari upplýsingar og aðgang, haft samband við Ágúst Sigurðarson, fagstjóra Útflutningsþjónustu.