Ljósmynd

Inspired by Iceland NA

Inspired by Iceland NA

Inspired by Iceland NA er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku.

Ísland í Norður Ameríku

Inspired By Iceland: North America er markaðsverkefni fyrir íslenskar vörur og þjónustu á mörkuðum í Norður Ameríku. Verkefnið er framhald  af Iceland Naturally verkefninu sem starfrækt var í yfir 20 ár. Verkefnið byggir á samstarfi Íslandsstofu og innlendra og erlendra fyrirtækja sem hafa hag af markaðssetningu á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Helstu áherslur eru neytendaviðburðir undir nafninu Taste of Iceland í völdum borgum í Norður Ameríku ásamt samtengdum auglýsingaherferðum undir vörumerkinu Inspired By Iceland.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli almennings og fjölmiðla á Íslandi, íslenskum vörum og þjónustu í samstarfi og samráði við meðlimi verkefnisins. 

Taste of Iceland viðburðir á árinu

Íslandsstofa ber ábyrgð á framkvæmd aðgerða í samstarfi við helstu samstarfsaðila, þar má telja almannatengslaskrifstofu, viðburðarfyrirtæki, samfélagsmiðlastofu og fagstjóra Íslandsstofu.

Mikið hefur verið lagt í að læra af framkvæmd hvers viðburðar með það fyrir augum að sjá hvað geti betur farið. Mikill lærdómur hefur skapast á árinu og hefur framkvæmd verkefnisins verið breytt nokkuð með hliðsjón af þeim lærdómi og aðkomu nýrra þjónustuaðila. Mikil áhersla hefur verið lögð á að afla grunnmælinga á viðburðum til þess að geta mælt árangur og haft viðmið fyrir framkvæmd viðburða á komandi árum.

rich text image

Íslenskir kokkar tóku yfir matseðilinn á vel völdum veitingastöðum í Denver og Chicago og buðu upp á íslenska rétti

Helstu aðgerðir verkefnisins árið 2022 voru sex Taste of Iceland viðburðir í Norður Ameríku. Viðburðirnir samanstanda af fjölmiðlamóttöku, samstarfi við veitingastaði með áherslu á íslenskt hráefni (lambakjöt, fiskur og skyr) og menningarviðburðum, s.s. tónleikum, bókmenntaviðburði og kvikmyndasýningu.  

Einnig átti sér stað öflug markaðssetning á samfélagsmiðlum og í gegnum almannatengsl yfir allt árið. Að neðan má sjá stutta samantekt yfir viðburði ársins.  

Washington DC - mars


Eliza Reid tók þátt í fyrsta Taste of Iceland í Washington í tengslum við útgáfu bókar sinnar Secrets of the Sprakkar og vakti viðburðurinn mikla athygli. Laufey Lín spilaði á vel sóttum tónleikum, en hún hafði viku áður komið fram í spjallþætti Jimmy Kimmel. Langar raðir mynduðust fyrir utan alla viðburði enda var þetta fyrsti viðburður sem margir sóttu eftir að lokunum vegna Covid 19 var aflétt. 

Helstu árangurstölur: 
Fjölmiðlabirtingar: 23 umfjallanir með dekkun upp á 84 milljónir  
Samfélagsmiðlasnertingar: 115.000  
Mætingar á viðburði: 99% 

rich text image

Í lukkuhjólinu var hægt að vinna spennandi vörur frá Íslandi og heppinn aðili hlaut ferð til Íslands.

Boston - apríl


Bríet hélt sína fyrstu tónleika í Bandaríkjunum og Eliza Reid hélt annan vel heppnaðan viðburð í tengslum við útgáfu bókar sína Sprakkar. Ljósmyndarinn Chris Burkhard hélt fyrirlestur fyrir troðfullu húsi í samstarfi við 66° Norður og fjallaði um af hverju hann hefði farið yfir 50 sinnum til Íslands.  

Helstu árangurstölur: 
Fjölmiðlabirtingar: 21 umfjöllunum í fjölmiðlum með dekkun upp á 42 milljón
Samfélagsmiðlasnertingar: 84.000  
Mæting á viðburði 95% 

Denver - maí


Bláa lónið og kokkar frá veitingastaðnum Moss tóku yfir matseðilinn hjá hinu vinsæla veitingastað Coohills og mætti borgarstjóri Denver á opnunarviðburðinn. Hin nýstofnaða hljómsveit Lón með Valdimar Guðmundsson í fararbroddi hóf sitt fyrsta tónleikaferðalag í Denver og 66° Norður stóð fyrir fyrsta 5K Mile High hlaupi í tengslum við viðburðinn. 

Helstu árangurstölur: 
Fjölmiðlabirtingar: 25 umfjallanir með dekkun upp á 84 milljón. 
Samfélagsmiðlasnertingar: 124.000  
mætingar á viðburði 100% 

Chicago - september 


Kokkar frá Moss tóku aftur við matseðlinum, í þetta skipti á veitingstaðnum Bistronomic. Tengslaviðburður milli kvikmynda og tónlistargeira Íslands og Chicago fór fram í samstarfi við markaðsverkefnin Film in Iceland og Record in Iceland. Þá voru einnig viðburðir í samstafi 2112 og Chicago Film Festival þar sem kvikmyndin Dýrið var sýnd og leikstjóri og framleiðandi sátu fyrir svörum. 

Helstu árangurstölur: 
Fjölmiðlabirtingar: 19 umfjallanir með dekkun upp á 99 milljónir  
Samfélagsmiðlasnertingar: 245.000  
Mæting á viðburði 90% 

rich text image

Tónleikarnir voru ekki af verri endanum í ár - fram komu Laufey Lín, Bríet, Lín með Valdimar í fararbroddi, Cell7, Eydís Evensen, Árný Margrét og hljómsveitin BSÍ.

Toronto - september 


Taste of Iceland viðburðurinn í Toronto var í beinum tengslum við samnorræna verkefnið Nordic Bridges með sérstakri áherslu á samnorrænt samstarf. Cell7 hélt sína fyrstu tónleika í borginni og 66° Norður sló upp hlaupafjársjóðsleit yfir alla borgina. 

Helstu árangurstölur: 
Fjölmiðlabirtingar: 28 umfjallanir með dekkun upp á 37 milljónir 
Samfélagsmiðlasnertingar: 93.000  
Mæting á viðburði 90% 

Seattle - október 


Bandaríska útvarpsstöðin KEXP er mikilvægur samstarfsaðili íslenskrar tónlistar og stóð fyrir vel sóttum tónleikum í samstarfi við Iceland Airwaves. Þar komu fram Eydís Evensen, Árný Margrét og BSÍ, sem öll hafa vakið athygli í Bandaríkjunum undanfarið. Ljósmyndarinn Alex Strohl hélt fyrirlestur um ferðir sínar um Ísland og Hi/Hæ hélt listaverkasýningu í samstarfi við Hönnunarmiðstöð. 

Helstu árangurstölur:
Fjölmiðlabirtingar: 28 umfjallanir með dekkun upp á 11 milljónir
Samfélagsmiðlasnertingar: 246.000
Mæting á viðburði 95%

Árangur verkefnisins er mældur bæði í fjöldi snertinga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, mætingu á viðburðum og heimsóknir á vefsíðu. Árið 2022 náði verkefnið 1.160 milljarða snertinga þvert yfir alla fleti. Yfir 153.000 heimsóknir komu á vefsíðu verkefnisins og um 7000 manns sóttu viðburðina. 

Sjá vef Inpired by Iceland

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu