Samstarf við skapandi greinar
Íslandsstofa er samstarfsvettvangur um kynningu á íslenskum listum og skapandi greinum í þeim tilgangi að auka virði þeirra í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Áhersla er lögð á traust samstarf við miðstöðvar skapandi greina, faglega stefnumótun í kynningarmálum sem stuðla að aukinni þekkingu og eftirspurn lista og skapandi greina á erlendri grundu.
