Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Markaðs- og kynn­ing­ar­efni

Íslandsstofa gerir almennt markaðs- og kynningarefni um Ísland og sérstaklega í tengslum við áfangastaðinn Ísland. 

Leiðarljós í markaðssetn­ingu

Allt markaðs- og kynningarstarf fyrir ferðaþjónustu og skapandi greinar fer fram undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa hefur gefið út Grunnstoðir í markaðssetningu þar sem komið er inn á markmið, leiðarljós, skilaboð, hljómfall skilaboða og markhópa. Fyrirtæki eru hvött til þess að nýta sér þetta við gerð á sínum kynningar og markaðsefni. Sjá nánar

Mark­hópa­grein­ing 

Íslandsstofa hefur unnið markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu í samstarfi við Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri og Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Hægt er að nálgast markhópagreininguna hér. 

Bæk­ling­ar og önn­ur út­gáfa

Íslandsstofa gefur út almennan landkynningarbækling á 13 tungumálum og annað kynningarefni fyrir sértækari verkefni. þessu efni er bæði dreift á ferðasýningum og í póstdreifingu til áhugasamra aðila. Íslandsstofa framleiðir einnig sértæka bæklinga og dreifiefni í tengslum við sýningar og átaksverkefni.

Vef­ir og sam­fé­lags­miðlar

Íslandsstofa leggur mikla áherslu á notkun samfélagsmiðla og vefsíðna í markaðsstarfi sínu. Íslandsgáttin Iceland.is – Official Gateway to Iceland, miðlar samræmdum upplýsingum um viðskipti, ferðaþjónustu, menningu og fjárfestingar á Íslandi. Auk þess heldur Íslandsstofa úti undirvefunum Work in Iceland, Study in Iceland og Record in Iceland 

Upplýsingavefurinn inspiredbyiceland.com veitir ferðamönnum upplýsingar um Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Íslandsstofa heldur einnig úti verkfærakistu fyrir innlenda og erlenda ferðaþjónustu þar sem hægt er að kynna sér hvernig Ísland er kynnt, þjálfunartæki fyrir söluaðila ásamt markaðsgreiningum traveltrade.inspiredbyiceland.com

Íslandsstofa sér um Icelandnaturally.com, í tengslum við verkefnið Iceland Naturally. Einnig kemur Íslandsstofa að vefjum eins og visiteurope.com.

Íslandsstofa sér einnig um samfélagsmiðla í tengslum við þessi verkefni:
Inspired by Iceland: 
  

Iceland Naturally: