Loading…

Um markhópagreininguna


Í október 2016 fékk Íslandsstofa það verkefni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (ANR) að greina þá markhópa sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu. Íslandsstofa vann verkefnið í náinni í samvinnu við Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri, Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) og Stjórnstöð ferðamála. Sá hópur hafði einnig unnið forvinnu á aðferðafræði við greiningu á markhópunum og hægt að finna tvær ítarlegar skýrslur um þá vinnu á heimasíðu rfm.is og bifrost.is.

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu er liður í því að auka þekkingu á ferðaþjónustu og byggja á traustari grunn undir atvinnugreinina hér á landi. Tilgangur og meginmarkmið verkefnisins er að þróa betri tól og tæki til að stunda hnitmiðaða og skilvirka markaðssetningu íslenskra áfangstaða á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar geta nýtt sér markhópagreiningu við markaðssetningu og vöruþróun sinni og íslenskir rannsóknaraðilar geta fylgst betur með þróun og ferðahegðun markhópa og hafa aðgang að þeim gögnum sem verkefnið skilar af sér. Síðast en ekki síst er verkefninu ætlað að aðstoða ferðaskipuleggjendur, ferðaþjónustuaðila, markaðsfólki, stoðkerfinu, hinu opinbera og fjárfestum við upplýstari ákvarðanatöku til að auka arðsemi og sjálfbærni Íslands til langstíma.