Loading…

Ísland - Allt Árið / Inspired by Iceland

Ísland – allt árið er samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um samþætta markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins.

Tilgangur verkefnisins er að efla vitund um Ísland sem heilsársáfangastað til að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni svo skapa megi meiri tekjur fyrir þjóðarbúið.

Markmið verkefnisins er að stuðla að sameiginlegu erlendu markaðs- og kynningarverkefni fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu beint frá til neytenda á völdum mörkuðum ásamt því að bæta samkeppnisstöðu Íslands.

Markaðssetningin fer fram undir formerkjum Inspired by Iceland. Helstu markmið verkefnisins eru að jafna árstíðarsveiflu og dreifingu ferðamanna um allt land, sérstaklega yfir vetrartímann. Þá skal leitast við að auka meðalneyslu ferðamanna á Íslandi og gjaldeyristekjur af íslenskri ferðaþjónustu. Verkefninu er einnig ætlað að efla vitung gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastað og viðhalda ánægju ferðamanna.

Ísland – allt árið hefur að leiðarljósi stefnumótun og mælanleg markmið opinberra aðila og annarra hagsmunaaðila í ferðamálum ásamt áætlunum Íslandsstofu í almennri markaðssetningu.

Markaðsherferðir Inspired by Iceland hafa unnið til fjölmargra viðurkenninga og verðlauna undanfarin ár fyrir góðan árangur hér heima og erlendis. Frekari upplýsingar um verkefnið má fá með því að hafa samband við islandalltarid@islandsstofa.is

Leiðarljós í markaðssetningu