Loading…

Flugþróunarsjóður

Flugþróunarsjóður hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Með því er stuðlað að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu, bættri nýtingu innviða ríkisins, bættum búsetuskilyrðum og lífsgæðum heimamanna og bættum rekstrarskilyrðum atvinnureksturs á Norður- og Austurlandi.

Sjóðurinn er vistaður hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti starfar samkvæmt starfsreglum stjórnar Flugþróunarsjóðs. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu Stjórnarráðsins.