Loading…

Viðskiptasendinefndir

Íslandsstofa skipuleggur viðskiptasendinefndir á erlenda markaði þar sem settar eru upp vinnustofur fyrir erlenda ferðaheildsala. Í vinnustofunum gefst íslensku þátttakendunum kostur á að hitta erlenda ferðaheildsala og eiga með þeim fundi og kynna þjónustu sína. Fulltrúi Íslandsstofu kynnir jafnframt Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn og fer yfir helstu áherslur Íslandsstofu í markaðssetningu. Erlendir sérfræðingar eru Íslandsstofu til ráðgjafar varðandi val á boðsgestum auk þess sem þeir kynna fyrir íslensku þátttakendunum aðstæður og ferðahegðun á viðkomandi markaðssvæði og dreifa hagnýtum upplýsingum um boðsgesti.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson