Loading…

AlmannatengSL og fjölmiðlaferðir

Íslandsstofa aðstoðar fjölda erlendra blaðamanna á ári hverju ásamt því að skipuleggja heimsóknir þeirri til landsins í samstarfi við flugfélög, fyrirtæki, markaðsstofur landshlutanna og fleiri aðila innan ferðaþjónustunnar.

Íslandsstofa styður einnig við komu fjölmargra erlendra fjölmiðlamanna og listræna stjórnendur hingað til lands í tengslum við skapandi greinar, í samráði við miðstöðvar skapandi greina, viðburðastjórnendur og aðra hagsmunaaðila.

Á meðal viðburða sem Íslandsstofa hefur komið að með þessum hætti má nefna: Hönnunarmars, Bókmenntahátið í Reykjavík, Myrka músíkdaga, Iceland Airwaves, Food & Fun, Aldrei fór ég suður, Sequence listahátíð, Lókal sviðslistahátíð, Skjaldborg Film Festival, Reykjavík Dance Festival, Reykjavík Jazz, 700 Hreindýraland Listahátíð í Reykjavík, Vetrarhátíð, Sónar Reykjavík ofl.