Útflutningsgreinar

Orka og grænar lausnir

Orka og grænar lausnir

Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar.

rich text image

Miðlum árangri Íslands á erlendum mörkuðum 


Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja á sviði orkunýtingar hefur jafnframt ýtt undir spennandi nýsköpun á sviði grænna lausna sem nýst geta víða um heim. 

Green by Iceland er markaðsverkefni sem miðar að því að auka vitund um sjálfbæra nýtingu auðlinda á Íslandi og kynna íslenskar grænar lausnir á erlendum mörkuðum. Starfsfólk Íslandsstofu sótti 10 viðburði til þess að kynna Ísland og íslenskar grænar lausnir á árinu. Þar á meðal voru World Geothermal Congress, stærsta jarðvarmaviðburð ársins, og Sustainable Innovation Forum, sem er hliðarviðburður á COP26. Vefviðburðir voru skipulagðir í samstarfi við sendiráð í Tékklandi og í Brussels. Viðskiptasendinefndir fóru til Kaupmannahafnar, Oslóar og Lundúnar.  

Þá framleiddi Green by Iceland kynningarmyndbönd um jarðvarmaþekkingu, tækifæri tengd fjölnýtingu jarðvarma, þekkingu á nýtingu vatnsafls, og nýjungar í kolefnisbindingu; líkt og nýtingu og förgun. Green by Iceland er einnig virkt á LinkedIn og Facebook

Góður árangur náðist í almannatengslum á árinu en alls birtust 1,097 umfjallanir tengdar íslenskum lausnum og auðlindanýtingu í erlendum miðlum. Markaðsstarf Green by Iceland náði 839,400,000 snertingum á árinu. 


Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir 

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Grænvangur stóð fyrir Loftslagsmóti í samstarfi við Festu, Rannís/EEN og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.  

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins var gefinn út í fyrsta sinn í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Samorku, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu. Vegvísirinn var gerður að frumkvæði atvinnulífsins sem sýnir vilja og áhuga á að láta að sér kveða á sviði loftslagsmála. Í tilefni útgáfunnar sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Útgáfan nú er fyrsta skrefið sameiginlegri vegferð atvinnulífsins í loftslagsmálum sem getur stutt vel við aðgerðaráætlun stjórnvalda. Mikilvægt er að við byggjum á þessari góðu vinnu og höldum áfram í næsta áfanga.“ 

Orka og grænar lausnir

Sýning á framlagi Íslands til loftslagsmála 

feature image

Græn framtíð

Sýningin Græn framtíð er staðsett á fjórðu hæð í Grósku, í húsakynnum Íslandsstofu og Grænvangs. Sýningin varpar ljósi á árangur og sögu Íslands við nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, segir frá markmiðum Íslands í loftslagsmálum, og dregur fram þær fjölmörgu lausnir sem íslenskir hafa fram að færa erlendis.


Sýningin opnaði í október 2021 en fyrstu gestir sýningarinnar voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Friðrik, krónprins Dana, Jeppe Kofoed, utanríkisráðherra Danmerkur og Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra Íslands.  

Orka og grænar lausnir

Markaðsverkefni gagnavera

feature image

Data Centers by Iceland

Á vormánuðum 2021 óskuðu Samtök Gagnavera (DCI) eftir að Íslandsstofa tæki að sér mörkunarvinnu fyrir iðnaðinn í heild sinni. Sú vinna skilaði sér í markaðsverkefni sem ber heitið Data Centers by Iceland. Tilgangur þess er að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver og að fá erlend fyrirtæki til að hýsa gögn á Íslandi.


Verkefnið fór formlega af stað í byrjun nóvember. Tvær ráðstefnur voru sóttar á árinu: SC21, The International Conference for High-Performance Computing, Networking, Storage and Analysis í St. Louis og Datacloud Nordics í Kaupmannahöfn. Vefsíðan Data Centers by Iceland var sett í loftið ásamt LinkedIn viðveru. 

Skoða vef Data Centers by Iceland

Ársskýrsla - Orka og grænar lausnir