Markaðsstarf

Markaðs­verk­efnin

Markaðs­verk­efnin

Á árinu 2021 var unnið ötult markaðsstarf á hinum ýmsum sviðum útflutnings. Hér má sjá brot.

feature image

Saman í sókn

Með markvissum aðgerðum síðastliðið eitt og hálft ár hefur tekist að verja samkeppnisstöðu Íslands í mjög erfiðu árferði, og styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þrjár herferðir voru framkvæmdar á árinu 2021 til að viðhalda og efla áhuga á landi okkar og þjóð.

Lesa meira um markaðsstarf Saman í sókn

feature image

Inspired by Iceland í Norður Ameríku

Heiti verkefnisins var breytt á árinu úr Iceland Naturally í Inspired by Iceland NA. Sú breyting var gerð í þeim tilgangi að einfalda ásýnd erlendra vörumerkja og nýta þá fjárfestingu sem varið hefur verið til uppbyggingar Inspired by Iceland vörumerkisins. Tveir Taste of Iceland viðburðir fóru fram á árinu, í Seattle og Toronto þar sem boðið var upp á tónleika, íslenskan mat, bókakynningar og fleira.

Lesa meira um verkefni Inspired by Iceland á árinu

feature image

Almannatengsl

Samstarf Íslandsstofu við almannatengslaskrifstofur erlendis og markaðsherferðir gaf af sér yfir 5000 umfjallanir um Ísland á síðasta ári. Ísland var töluvert í kastljósinu vegna eldgossins í Fagradal, vegna orkumála, fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni og síðan vegna afléttingu ferðatakmarkanna.

Lesa meira um starfið á sviði almannatengsla á árinu

feature image

Icelandic Trademark Holding

Vörumerkið Icelandic stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og á vörumerkið á sér langa, merkilega og farsæla sögu um hágæða íslenskar sjávarafurðir.

Lesa meira um starfsemi Icelandic

feature image

Markaðsverkefnin

Verkefni í markaðsstarfi sem Íslandsstofa hefur umsjón með eru margvísleg. Þó eiga það sameiginlega markmið að styrkja ímynd Íslands, kynna íslenskar vörur og þjónustu og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til þjóðarbús Íslands.

Sjá yfirlit yfir markaðsverkefni Íslandsstofu