Vottanir og upprunamerkingar matvæla í markaðsstarfi erlendis

Bæta viðburði í dagatal

Fundur miðvikudaginn 18. apríl kl. 10.00 - 12.30 á Icelandair hótel Reykjavík Natura

 

Veita vottanir og upprunamerkingar íslenskra afurða aukinn ávinning í erlendu markaðsstarfi? 

Með sívaxandi alþjóðaviðskiptum með matvæli er það áskorun fyrir íslenska framleiðendur að ná athygli og skapa sér sérstöðu í markaðsstarfi á erlendum mörkuðum. Íslandsstofa ákvað því að ráðast í það verkefni að skoða hvort styrkja megi stöðu íslenskra matvæla í markaðssetningu á erlendum mörkuðum með vottunum og notkun á upprunamerkingum. Ráðist var í greiningu sem miðar að því að veita íslenskum aðilum yfirsýn yfir það sem er í boði og auðvelda ákvarðanatöku um að fá vottun eða nýta upprunamerki í markaðssetningu. 

Dagskrá 

Oddný Anna Björnsdóttir kynnir niðurstöður greiningar sem Íslandsstofa lét nýlega gera, en hún fjallar m.a. um stöðu vottana og upprunamerkinga hjá íslenskum matvælafyrirtækjum og veitir yfirsýn yfir helstu vottanir og upprunamerkingar sem skipta máli á helstu útflutningsmörkuðum Íslands.

Einnig verða erindi frá íslenskum og erlendum aðilum í matvælageiranum sem greina frá sinni reynslu á þessum vettvangi. Meðal annars:

  • Organic certification - fundamental for taste and quality
    Jes Mosegaard, eigandi Mosegaard Whisky í Danmörku
  • Íslenskt upprunamerki – verndun afurðaheita
    Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb

Í lok kynninganna verður fundargestum boðið að taka þátt í hringborðsumræðum með fyrirlesurum og fleiri sérfræðingum um afmörkuð málefni s.s. lífræna vottun, íslensk upprunamerki, sjálfbærni- og rekjanleikavottun og matvælaöryggis- og gæðavottanir.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

SKRÁ MIG Á FUNDINN