Líkt og undanfarin ár mun Íslandsstofa, í samstarfi við önnur Norðurlönd, bjóða upp á vinnustofur í þremur borgum á Spáni og Ítalíu í haust.

Á vinnusmiðjurnar verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum tenglagagnabanka Norðurlandanna svo og aðkeyptum tenglum. Tímasetningin er hagstæð öllum þeim söluaðilum sem vilja kynna nýjungar fyrir komandi ár og stofna til nýrra viðskiptasambanda á þessum mörkuðum. 

26. september 2012 í Madríd - ásamt Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi
27. september 2012 í Barcelóna - ásamt Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi
09. október 2012 í Mílanó - ásamt Danmörku, Svíþjóð og Noregi  

Að jafnaði er gert ráð fyrir 80-100 þáttakendum úr röðum ferðaskipuleggjenda orlofsferða og MICE, auk sérvalinna blaðamanna. Gerð verður handbók um seljendur sem dreift verður til gesta. Seljendur fá handbók með upplýsingum um skráða kaupendur sem verða úr hópi yfir aðila sem boðið verður. Að auki er gert ráð fyrir kynningu um áfangastaðina fyrir kaupendur og kynningu um markaðina fyrir seljendur.

Á Spáni er stefnt að því að hafa fyrirfram bókaða fundi.

Áætlað verð pr. vinnustofu:   

Madríd og Barcelóna: 
1.250  EUR auk vsk. pr fyrirtæki/1 starfsmaður. 200 EUR fyrir auka starfsmann.

Milanó
1.350  EUR auk vsk. pr fyrirtæki/1 starfsmaður. 200 EUR fyrir auka starfsmann.

Þátttaka tilkynnist á meðfylgjandi eyðublaði!

Takmarkaður fjöldi fyrirtækja getur tekið þátt. Þeir sem bóka sig á alla þrjá staðina hafa forgang fyrir þeim sem bóka á tvær eða eina vinnustofu. Að öðru leiti gildir „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Farið verður yfir ferða- og gistimöguleika þegar þátttaka liggur fyrir. Enginn ferðakostnaður er innifalin í verðum. Farið verður yfir ferða- og gistimöguleika þegar þátttaka liggur fyrir, en æskilegt er að þátttakendur gefi upp hvort þeir muni nota sér þetta eða sjá sjálfir um að bóka gistingu.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Jóhannsson, david@islandsstofa.is eða í síma +49 30 5050 4140