Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Suður Evrópu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 16.- 19. október 2017. Haldnar verða vinnustofur í borgunum Madrid og Barcelona á Spáni og í Mílanó og Torino á Ítalíu.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum við spænska og ítalska ferðaþjónustuaðila. Boðið verður upp á stutta kynningu um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti vinnustofanna svo og kynningu á spænska og ítalska ferðaþjónustumarkaðinum fyrir íslensku þátttakendurna.

Lokað hefur verið fyrir skráningar á viðburðinn.

Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við Sigríði Ragnarsdóttur, sigridur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.