Vinnustofur í Ástralíu í september - skráning

Bæta viðburði í dagatal

Íslandsstofa skipuleggur vinnustofur í þremur borgum Ástralíu fyrir aðila í ferðaþjónustu dagana 3.- 7. september nk. Heimsóttar verða borgirnar Sidney, Melbourne og Brisbane. 

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum við ástralska ferðaþjónustuaðila. 
 
Verð og skráning:

Verð pr. vinnustofu er að hámarki kr. 450.000 á fyrirtæki (1-2 starfsmenn). Ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman. 

Áhugasamir eru beðnir um að fylla út og senda inn meðfylgjandi skráningarform fyrir 15. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is.